Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Tveir fuglar

Tveir fuglar flugu af björgum
fjarlægðust ystu nöf,
svifu þeir veikum vængjum
um vindum skekin höf.

Svifu þeir úngir ofar
úthafsins þrúðga nið,
hurfu þeir leingra og leingra
lángt fyrir ystu mið.

Hurfu út þar sem einginn er
öðrum framar stoð
og hvergi rís drángur úr djúpi
né dagur á þanda voð.

Flýgur brúðgumi og brúður
og bæði hugsa sitt,
bráðum mun sjórinn svelgja
síðasta vængtak mitt.

Halldór K. Laxness