Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Í gegnum tíðina

Þú reyndir allt
til þess að ræða við mig.
Í gegnum tíðina
ég hlustaði ekki á þig.
Ég gekk áfram minn veg;
niður til heljar, hér um bil.
Reyndu aftur - ég bæði sé
og veit og skil.

Hvert sem er skal ég fylgja þér.
Yfir Esjuna.
Til tunglsins.
Trúðu mér.
Ég gekk minn breiða veg;
niður til heljar, hér um bil.
Reyndu aftur - ég bæði sé og veit og skil.

Magnús Eiríksson