Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Í lífsins ólgusjó

Þú varst alinn upp á tros
í lífsins ólgusjó,
síðan varstu lengi á opnum bát
í lífsins ólgusjó.
og þjóraðir brennivín í landlegum
í lífsins ólgusjó.
Með tímanum urðum við fylliraftar
í lífsins ólgusjó.

Seinna fórstu á skútu
í lífsins ólgu sjó,
og þú varst mesti helvítis klámkjaftur
í lífsins ólgusjó,
og þú varst andskotans slagsmálahundur
í lífsins ólgusjó,
þér hefði svei mér verið nær að gifta þig

Margt kvöldið hefurðu setið að sumbli
með sigurbros á vör,
og hnigið síðan undir borðið
með sigurbros á vör.
Og nú ertu loksins alveg dauður
með sigurbros á vör,
og bráðum er ég hið sama
með sigurbros á vör.

Hörður Torfason / Halldór Laxness