Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Óbyggðirnar kalla

Hoppa kátur út um dyrnar
við blasir himininn,
himinblár er bláminn
himneskur jökullinn.

Óbyggðirnar kalla
og ég verð að gegna þeim,
ég veit ekki hvort eða hvernig
eða hvenær ég kem heim.

Bergmál óbyggðanna
svo bjart í huga mér,
leiður á öllu og öllum
hundleiður á sjálfum mér.

Óbyggðirnar kalla
og ég verð að gegna þeim,
ég veit ekki hvort eða hvernig
eða hvenær ég kemst heim.

Magnús Eiríksson