Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Sumarnótt

Undir bláhimni blíðsumars nætur
barstu’ í arma mér rósfagra mey .
Þar sem döggin í grasinu grætur,
gárast tjörnin í suðrænum þey.
Ég var snortinn af yndisleik þínum
ástarþráin er vonunum felld.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum
þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.

Ég vil dansa við þig, meðan dunar
þetta draumblíða lag, sem ég ann
Meðan fjörið í æðunum funar
og af fögnuði hjartans, er brann.
Og svo dönsum við  dátt þá er gaman (Að dansa dátt, það er gaman)
uns dagur í austrinu rís.
Og svo leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.

Joe Llyons, Sam C. Hart. / Magnús Kr. Gíslason frá Vöglum