Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Að lífið sé skjálfandi

Að lífið sé skjálfandi lítið gras,
má lesa í kvæði eftir Matthías
en allir vita hver örlög fær
sú urt sem hvergi í vætu nær.

    Viðlag:
    Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman
    að vera svolítið hífaður.

Það sæmir mér ekki sem Íslending
að efast um þjóðskáldsins staðhæfing.
En skrælna úr þurrki ég víst ei vil
og vökva því lífsblómið af og til.

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín
að þetta vort jarðlíf sé ekkert grín.
Menn eiga að lifa hér ósköp trist
og öðlast í himninum sæluvist.

En ég verð að telja það tryggara
að taka út forskot á sæluna,
því fyrir því fæst ekkert garantí
að hjá Guði ég komist á fyllerí.


Schubert / Sigurður Þórarinsson