Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Hríseyjar-Marta

Hún Hríseyjar-Marta
með hárið sitt svarta
var fræg fyrir kátínu forðum á síld.
Og það hressti okkur alla
að heyra' hana kalla:
"Hæ, tunnu! Hæ, tunnu! Hæ, salt,meira salt!"

Hún Hríseyjar-Marta
ei heyrðist hún kvarta,
þó fengi ekki hænublund nótt eftir nótt.
Og það hressti okkur
að heyra' hana kalla:
"Hæ, tunnu! Hæ, tunnu! Hæ, salt,meira salt!"

Hún Hríseyjar-Marta
með hárið sitt svarta
hún veiktist af hósta eitt haustið og dó.
Og það hryggði okkur alla,
er hún hætti að kalla:
"Hæ, tunnu! Hæ, tunnu! Hæ, salt,meira salt!"

Hún Hríseyjar-Marta
með hárið sitt svarta
hún gat ekki legið í gröfinni kjur.
Og það hressti okkur
að heyra' hana kalla:
"Hæ, tunnu! Hæ, tunnu! Hæ, salt,meira salt!"

Þó síldin sé flúin
öll söltun sé búin,
er Marta á planinu nótt eftir nótt.
Það hressir enn alla
að heyra' hana kalla:
"Hæ, tunnu! Hæ, tunnu! Hæ, salt,meira salt!"

Höfundur texta: Jónas Árnason
Höfundur lags: Írskt þjóðlag