Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Sveinki káti

Þeir kalla mig Sveinka káta
og konurnar vilja ekki láta
dæturnar dansa við mig.
Og karlarnir áminna synina sína
og segja þeim ljótt um klækina mína
vilja að þeir vari sig.

En komið þið hér, heyrið þið mér
ég er hreint ekki eins slæmur
og látið er.
Já leiðumst nú öll
langt út á völl
leikum og dönsum uns sól skín á fjöll.

Nú, nú, komið í fans
fljótt engan stans
og syngjum nú Sveinkadans.
Mér er alveg sama hvað aðrir segja
ég elska lífið þeir mega deyja.
Mér er alveg sama hvað eftir fer
ég elska lífið og skemmti mér
með hverjum og hvar sem er.
Hæ hó, hæ hó, hæ hó.
Mér er alveg sama og ekkert til ama,
hæ hó, hæ hó, hæ hó.
Ég er aldrei í ró, fæ aldrei nóg.
Hæ hó, hæ hó, hæ hó.

Upplýsingar um höfund vantar.