Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Eina nótt

Láttu mjúkra lokka flóð
léttan strjúka mér um kinn,
meðan skuggar mjakast nær,
meðan nóttin læðist inn.

Hvíldu hljótt við mína hlið.
Hér mun birta alltof fljótt.
Ekki mikið um ég bið:
aðeins þessa stuttu nótt.

Skiptir engu rangt og rétt.
Rök og siði hunsa má,
fjandinn eigi alla morgna,
ef í kvöld mér dvelur hjá.

Gleymt og týnt er gærdags ljós,
glætu morguns enginn sér.
Af heilli æfi aðeins bið
eina nótt að gefa mér.

Af heilli æfi aðeins bið
eina nótt að gefa mér.

Erl.lag / Jónas Friðrik