Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Álfheiður Björk

Álfheiður Björk,
ég elska þig,
hvað sem þú kannt
að segja við því.

Ég veit annar sveinn
ást þína fær.
Hvað get ég gert?
Hvað get ég sagt?

Álfheiður Björk,
við erum eitt.
Ást okkar grandað
aldrei fær neitt.

Þú mátt ekki láta þennan dóna,
þennan fylliraft og róna,
glepja þig.
Þú mátt ekki falla í hans hendur,
oft hann völtum fótum stendur.
Ó, hlustaðu á mig
því ég elska þig, Álfheiður Björk.

Álfheiður Björk,
ég elska þig.
Líf mitt er einskins
virði án þín.


(Eyjólfur Kristjánsson)