Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Bíólagið

Svarti Pétur ruddist inn í bankann,
með byssuhólk í hvorri hönd.
Heimtaði með þjósti peningana
og bankastjórann hneppti í bönd

Upp með hendur, niður með brækur,
peningana, ellegar ég slæ þig í rot.
Haltu kjafti, snúðu skafti,
aurinn eins og skot.

Svarti Pétur brölti uppá jálkinn
og þeysti burt með digran sjóð.
Þeir eltu hann á átta hófa hreinum,
auk Nonna sem rakti slóð.

Upp með hendur, niður með brækur...

:,:Hesma, þúsma, mesma, vosma, kasma, isma,
hesma, þúsma, mesma, hosma? - Já!:,:

Þeir náðu honum nálægt Húsafelli,
og hengdu hann upp í næsta tré
Réttlætið það sigraði að lokum,
og bankinn endurheimti féð.

Upp með hendur, niður með brækur...

Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson