Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Tölvukofi 2000 Lag: komdu inn í kofann minn

Ef skýstu á mína skrifstofu
er skuggar hylja svörð
skal þér hlotnast hamingja
sem hæst ber nú á jörð.
Við tölvuskjásins tif og flökt
þá tvö við stígum dans.
og glaður skal ég gefa þér
mín gull með elegans.

Tölvukubba tífalda
og töfradiska val,
Aðganginn að interneti,
ofurkort frá Tal.
Ferðatölvu frábæra
með fimmtán tommu skjá.
og fjóra nýja farsíma
sem flestir munu dá.

Já skjóstu á mína skrifstofu
er skammdegið að fer.
Alltaf skín í tölvuskjái
á skrifborði hjá mér.
Ég gjafir þessar gefa vil
svo gleðja megi þig.
Allt það dót sem á ég til
– já einnig sjálfan mig.

Haraldur N Kristmarsson