Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Kvöldstemming

Nú til þess kominn tími er
að taka á sig náðir
og eftir dagsins amstur hér
að ark' í rúmið - báðir.

Og dreyma auð og ástarglóð
við ilm frá laufgum trjánum.
Sitt eigið bú, og blíðlynt fljóð,
og brennivín á kránum.
Rectisseme, strictissime,
skál, frater amantissime.
Sitt eigið bú, og blíðlynt fljóð,
og brennivín á kránum.
Í pípum gerist glóðin dauf
í glösum lokasopinn.
Hvar er minn hattur? Ekkert gauf.
Ungfrú. Hvað kostar dropinn?

Til sængur genginn svanni er
og sefur fram á morgun.
Og dreyma eflaust annað fer
en okkar litlu borgun.
Rectisseme, strictissime,
skál, frater amantissime.
Og dreyma eflaust annað fer
en okkar litlu borgun.


Upplýsingar um höfund vantar.